"Það sem mér finnst ég hafi fengið út úr námskeiðinu er að ég hef betri stjórn á huganum núna, meira sjálfstraust og á auðveldara með að takast á við mótlæti.
Kristin leiðir mann vel í gengum verkefnið og hjálpar manni að finna réttu leiðina þegar maður dettur aðeins af sporinu eða á erfitt með að finna eða sjá það rétta. Hún hefur þægilega nærveru og því mjög auðvelt að tala við hana."
"Með hverri vikunni sem leið má segja að ég hafi kynnst sjálfri mér uppá nýtt. Auðvitað var verkefnið ekki alltaf létt og stundum var erfitt og flókið að takast á við manns eigins “púka”. En með tímanum byrjaði ég að elska sjálfan mig meira, náði betri stjórn á skapinu og varð öll jákvæðari. Ég fann mikinn mun á því hvernig ég leysti úr verkefnum í vinnunni. Ég fann einnig fyrir meiri hugarró og var einfaldlega sáttari með sjálfan mig.
Það má með sanni segja að lífið sé rússíbani. Gleði og hlátur í bland sorg og svo ekki sé minnst á allar þær áskoranir sem með fylgja.
Í hverri viku áttum við fund með Kristínu. Hún hélt okkur við efnið, hughreysti og hlustaði á okkar pælingar og hugsanir. Hún hefur einstaklega góða nærveru og jákvæða áru í kringum sig sem geislar meira að segja út frá sér í gegnum tölvuskjáinn."
"PQ Námskeiðið hefur hjálpað mér að stíga til baka og fylgjast með hvað er að gerast í huganum hjá mér í amstri dagsins í stað þess að bregðast hratt við án umhugsunar. Með því næ ég meiri yfirvegun og ró. Mér finnst ég hafa meiri samkennd með sjálfri mér og öðrum og get því sýnt meiri skilning. Ég er meðvitaðri um sjálfa mig og næ því að öðlast meiri hugarró.
Námskeiðið með Kristínu er algjörlega frábært. Hún veitir góðan stuðning við hvern og einn sem og hópinn og passar að allir eiga sitt pláss. Hún er einstaklega góðhjörtuð og þægileg í samskiptum. Umhyggja og ástríða hennar fyrir gleði og vellíðan annarra leynir sér ekki og vekur upp löngun til að hlúa að sjálfum sér. ❤"